Þá er European Judo Cup í Bratislava lokið, þetta var geysisterkt mót og fjölmennt en keppendur voru alls 365 frá 36 þjóðum. Egill mætti Olle Mattsson frá Svíþjóð í -90 kg flokknum, þegar um ein og hálf mínúta var liðinn af glímunni reyndi Olle fórnarbragð sem að mistókst og komst Egill í ákjósanlega stöðu og var að vinna í því að festa hann og komast í fastatak en einhvernveginn snerist dæmið við og Olle komst í fastatak og vann viðureignina og Egill þar með úr leik þar sem Olle tapaði næstu. Sveinbjörn mætti Hannes Conrad frá Þýskalandi í -81 kg flokknum og varð að játa sig sigraðann eftir að hafa fengið á sig tvö wazaari með stuttu millibili eftir rúmar tvær mínútur. Þess má geta að Hannes Conrad tók silfrið síðar um daginn. Þar sem Hannes komst þetta langt þá fékk Sveinbjörn uppreisnarglímu og mætti Rússanum Turpal Tepkaev. Sú viðureign stóðu út allan glímutímann og tapaði Sveinbjörn á wazaari. Turpal tók bronsið síðar um daginn. Þormóður mætti Pólverjanum Patryk Broniec í +100 kg flokknum. Patryk skoraði wazaari snemma í viðureigninni og annað um mínútu seinna. Þar sem Patryk komst í fjórðungs úrslit þá fékk Þormóður uppreisnarglímu og mætti Leonid Gasyuk frá Úkraníu. Þormóður mætti sterkur til leiks og virtist ætla að éta hann í tökunum og var ekki langt frá því að skora með mótbragði þegar Leonid  reyndi uchimata snemma í viðureigninni en stuttu seinna reyndi Leonid uchimata aftur og þá tókst það og Þormóður þar með úr leik.