Ægir Valsson gerði sér lítið fyrir og tók gullið á Dublin Open í dag. Ægir sem ætlaði sér að keppa í -90 kg flokki þurfti að keppa við sér þyngri menn þar sem -90 og +90 kg flokkarnir voru sameinaðir.  Í flokknum voru sex keppendur og sigraði Ægir þá alla örugglega en úrslitaviðureignin var strembin en þar keppti hann gegn Írskum þungavigtara sem Ægir sigraði að lokum og gullið var hans. Til hamingju Ægir.