Gerðar hafa verið breytingar á mótareglum JSÍ, sjá feitletrað hér neðar.

  1. Þátttakendur

Lágmarksgráða á Afmælismóti JSÍ (RIG) seniora er 2. kyu og á Íslandsmóti og sveitakeppni seniora 3. kyu en 5. kyu á öllum öðrum mótum og í öllum aldursflokkum. Tækniráð getur veitt undanþágu frá lágmarksgráðu og þarf ósk um slík að berast Tækniráði með 15 daga fyrirvara fyrir viðkomandi keppni.  

  1. Keppnisreglur

Aldursflokkar 14 ára og yngri: Koshi- Guruma er bannað sem og Bannað að nota shime-wasa (hengingar) og kansetsu-wasa (lásar).

  1. Aldursflokkar/Keppnistími

Gullskor, engin tímamörk og viðureign lýkur við fyrsta skor eða refsistig eins og alþjóðlegar reglur segja til um. 

  1. Punktakerfi 

Ef í sameinuðum flokki eru aðeins tveir keppendur úr sitthvorum þyngdarflokknum þá keppa þeir og fá þá báðir punkta fyrir 1. sætið í þeim flokki sem þeir vigtuðust í. Keppandi sem fær undanþágu frá þátttökuskilyrðum fær enga punkta fyrir unnar glímur né andstæðingar hans gegn honum og geta ekki hagnast af þátttöku hans á nokkurn hátt. Fjórir bestu …….

  1. Júdóbúningar

Á Íslands- og Afmælismóti (RIG) í seniora flokkum verða keppendur að hafa bæði hvíta og bláa júdóbúninga og með “backnumber“ saumað aftan á þá.