Í morgun lögðu af stað til Svíþjóðar sex keppendur sem munu taka þátt í Opna Sænska cadett og juniora sem haldið verður laugardaginn 22. september í Haninge. Hermann Unnarsson landsliðsþjálfari yngri liða valdi þá Árna Lund, Grím Ívarsson og Úlf Böðvarsson til fararinnar og eru þeir allir í U21 árs aldursflokki  en sitthvorum þyngdarflokknum, Árni í -81 kg flokknum og Grímur og Úlfur í -90 kg flokki.  Einnig munu þrír JR ingar taka þátt í mótinu en það eru þeir Oddur Kjartansson sem keppir í aldursflokki U21 árs í -73 kg þyngdarflokki og Hákon Garðarsson og Kjartan Hreiðarsson sem keppa báðir í aldursflokknum U18 ára og í -73 kg þyngdarflokki. Þátttakendur eru rúmlega 220 frá sex þjóðum, hér er keppendalistinn og hægt verður að fylgjast með gangi mótsin hér. Á meðfylgjandi mynd vantar Hermann og Árna.