Haustmóti JSÍ í yngri aldursflokkum þ.e. U21/U18/U15/U13 var haldið í Grindavík í dag laugardaginn 6. okt. Keppendur voru fimmtíu og sex og er það enn á ný fjölgun keppenda frá því fyrra þrátt fyrir að færri félög hafi tekið þátt að þessu sinni. Mótið var vel skipulagt hjá UMFG og umgjörð og aðstaða keppenda og starfsmanna góð. Dómararnir stóðu sig meða sóma að venju en það voru þeir Birkir Hrafn Jóakimsson, Breki Bernharðsson og Daníel Leó Ólason sem sáu um dómgæsluna. Keppnin hófst kl. 10:30 í aldursflokkum U13/U15 og kl. 11:30 í U18/U21 og mótslok voru kl. 14:30. Viðureignirnar urðu sjötíu og fimm og unnust sjötíu þeirra á ippon. Hér er úrslitin.