Reykjavíkurmótið var haldið í dag hjá Judódeild Ármanns í Laugardal. Keppendur voru frá Reykjavíkurfélögunum þremur þ.e. Judódeild Ármanns, Judódeild ÍR og Judófélagi Reykjavíkur. Keppt var í öllum aldursflokkum og voru þátttakendur tuttugu og fimm sem var í slakara lagi eins og reyndar undanfarin ár og þurfum við að gera skurk í því að iðkendur taki þátt í þessu móti sem og öðrum. Í karlaflokki var einn sameinaður flokkur, -73 og -81 kg og sigraði Gísli Egilson þann flokk örugglega og í kvennaflokki -70 kg sigraði Ingunn Sigurðardóttir og Árni Lund sem keppti í U21 sigraði einnig örugglega sameinaðann flokk -90 og -100 kg svo eitthvað sé nefnt en hér eru öll úrslitin og myndir af verðlaunahöfum mótsins.
- U18 -73 kg. Benedikt og Kjartan
- U21 -100 kg. Jakub, Árni og Aron
- U18 +90 kg. Aron og Jakub
- Karlar -81 kg. Oddur, Gísli og Kjartan
- U21 -73 kg. Benedikt og Kjartan
- Konur -70 kg. Ingunn og Helga
- U13 -42 kg. Aðalsteinn, Mikael og Henrik
- U13 -60 kg. Árni, Daron og Kenny
- U15 -90 kg. Rúnar og Skarphéðinn