Síðastliðna helgi þ.e. dagana 24-25 nóvember var Södra Judo Open haldið í Svíðjóð. Á meðal þátttakenda voru þrír keppendur frá Judodeild Ármanns og ellefu frá Judodeild UMFN. Bestum árangri náði Guðmundur Stefán Gunnarsson en hann vann gullverðlaun í Veterans flokki  í +100 kg og lagði þrjá andstæðinga af velli og í opnum flokki varð hann í öðru sæti. Eftir að hafa lagt fjóra keppinauta sína í opna flokknum varð hann að lúta í lægra haldi í úrslitaviðureign gegn Emil Mattson. Aðrir sem unnu til verðlauna unnu allir til bronsverðlauna og voru það þeir Jóhannes Pálsson í U15 -73 kg, Ingólfur Rögnvaldsson í U18 -73 kg og Gunnar Örn Guðmundsson í U21 -66 kg. Kristján Vernharðsson vann eina viðureign í U21 árs -81 kg en komst ekki upp úr riðli. Í karlaflokki -81 kg gekk honum mun betur því hann vann fyrstu tvær glímurnar og var kominn í fjögurra manna úrslit þegar hann tapaði. Hann keppti þá um bronsverðlaunin en tapaði einnig þeirri viðureign og endaði í fimmta sæti. Benedikt Birnuson sem keppti í U21 -66 kg meiddis í annari glímu og varð að hætta keppni. Hann var þá búinn að vinna eina glímu í riðlinum og var í raun kominn upp úr honum og þar með kominn með bronsverðlaun en missti af þeim þar sem hann gat ekki keppt meir. Aðrar viðureignir sem unnust voru hjá Daníel Árnasyni og Gunnari Guðmundssyni báðir í U18 -66 kg og Ingólfi Rögnvaldsyni í U21 -73kg en hér má sjá öll úrslitin. Hér eru myndir af verðlaunahöfunum en því miður vantar mynd af  mynd af Gunnari Guðmundssyni á pallinum.