Þau Anna Soffía Víkingsdóttir og Adam Brands Þórarinsson bæði úr KA tóku gráðuna 2. dan í gær og stóðu sig með sóma eins og búast mátti við af þeim. Adam tók 1. dan 30. apríl 2010 eða fyrir rúmum átta árum og Anna Soffía gott betur en hún fékk svarta beltið 17. maí 2003 eða fyrir 15 árum og því lögu kominn tíma til að klára þessa gráðu. Til hamingju með áfangann.

Adam Brands og Anna Soffía