Judosamband Íslands heldur nú í sjöunda sinn Reykjavík Judo Open í samvinnu við RIG (Reykjavik International Games). Þetta opið alþjóðlegt mót fyrir karla og konur sem verður haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 26. janúar. Aldrei hafa keppendur verið fleiri og er met þátttaka erlendra keppenda en þeir eru yfir fimmtíu frá ellefu þjóðum.
Vegna mikillar þátttöku verðum við að byrja fyrr en áætlað var og hefst mótið með forkeppni frá 9:00 til 13:00 og brons og úrslitaglímur frá kl. 14:00 til 16:00. Allir  okkar bestu judo menn og konur verða með. Komið og sjáið heimsklassa judo sem er bæði standandi viðureignir og gólfglíma sem gæti verið áhugavert fyrir þá sem stunda jiu-jitsu.

Hér er keppendalistinn 2019 hér má sjá úrslit síðustu móta.
201320142015201620172018