Miðvikudaginn 23. Janúar mun dómaranefnd JSÍ kynna og fara yfir nýjustu útgáfu dómarareglna og áherslur. Það er mikilvægt að sem flestir keppendur sem verða á meðal þátttakenda á RIG 26. janúar næstkomandi sjái sér fært að mæta en nauðsynlegt að þjálfarar mæti og geti þá komið upplýsingum til sinna keppenda.
Kynningin fer fram hjá JR og hefst kl. 20:10