Paris Grand Slam hefst á morgun og þann 10. feb. þ.e næsta sunnudag mun Sveinbjörn Jun Iura  sem er í París ásamt Jóni Þór Þórainssyni landsliðsþjálfara keppa í -81 kg flokknum. Keppendur eru frá 94 þjóðum, 336 karlar og 237 konur eða alls 573 keppendur. Búið er að draga og mætir Sveinbjörn keppanda frá Madagascar. Þetta er þokkalegur dráttur fyrir Sveinbjörn og á hann ágætis möguleika á að komast í aðra umferð þó svo að að ekkert sé öruggt því allt getur gerst. Keppnin verður í beinni útsendingu og hefst kl. 9:00 að morgni að Íslenskum tíma.