Dusseldorf Grand Slam hefst á morgun og stendur í þrjá daga. Næsta laugardag þ.e. 23. febrúar mun Sveinbjörn Jun Iura  sem er í Þýskalandi ásamt föður sínum Yoshihiko Iura, keppa í -81 kg flokknum. Keppendur eru frá 93 þjóðum, 362 karlar og 244 konur eða alls 606 keppendur. Búið er að draga og mætir Sveinbjörn keppanda frá Puerto Rico, Adrian Gandia. Þeir þekkja til hvor annars þar sem þeir hafa verið í sömu æfingabúðum og glímt þar. Þetta er þó þokkalegur dráttur fyrir Sveinbjörn og á hann ágætis möguleika á að komast áfram þó svo að að ekkert sé öruggt í þeim efnum. Keppnin verður í beinni útsendingu og hefst kl. 9:00 að morgni að Íslenskum tíma.