Select your Top Menu from wp menus

JSÍ óskar eftir framkvæmdastjóra

Við leitum að aðila sem brennur fyrir íþróttina, hefur metnað til að ná árangri og er tilbúinn að vinna umfram starfshlutfall þegar það á við. 

Þekking á starfsháttum JSÍ og ÍSÍ er kostur.  Frumkvæði og vilji til að auka veg og virðingu íþróttarinnar er  skilyrði.

Helstu ábyrgðarsvið:

Daglegur rekstur skrifstofu

Innlend mót

Erlend mót

ÍSÍ samstarf

Erlent samstarf s.s. EJU, IJF og Nordic

RIG – Undirbúningur og framkvæmd

Heimasíða

Ritstjórn og fréttir

Samskipti við fjölmiðla vegna móta

Umsjón með gagnagrunni JSÍ og skráningar í hann

Fjáröflun

Helstu eiginleikar sem leitað er eftir:

Sjálfstæði í starfi og frumkvæði

Hæfileikar til að eiga gott samstarf við ÍSÍ og aðildarfélög JSÍ og mikill vilji til að tryggja framgang Júdó íþróttarinnar á Íslandi.

Háskólamenntun sem nýtist í starfi kostur

Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2019

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Másson, formaður JSÍ í síma 8983600 og netfangi johann@judo.is

Umsóknir sendist til johann@judo.is

JSÍ hvetur jafnt konur og karla til að sækja um starfið.