Antalya Grand Prix hófst í dag og stendur í þrjá daga. Á morgun, laugardaginn 6. apríl mun Sveinbjörn Iura keppa í 81 kg flokknum og á sunnudaginn 7. apríl keppir Egill Blöndal í -90 kg flokknum. Með þeim í för er landsliðsþjálfarinn Jón Þór Þórarinsson. Að loknu móti taka þeir svo þátt í æfingabúðum, OTC Going for Gold Antalya 2019 í næstu viku. Keppendur á GP. Antalya eru frá 75 þjóðum, 297 karlar og 188 konur eða alls 485 keppendur. Búið er að draga og á Sveinbjörn 14 glímu á velli 1 en hann mætir Bohdan Zusko frá Úkraníu. Egill á fyrstu glímu á velli 2 og mætir Reka Palkin frá Kazakhstan. Keppnin verður í beinniútsendingu og hefst kl. 7:00 að morgni að Íslenskum tíma.