Select your Top Menu from wp menus

Sveinbjörn og Egill komust ekki áfram í Antalya

Antalya Grand Prix lauk í gær en því miður komust okkar menn ekki áfram að þessu sinni. Sveinbjörn Iura tapaði sinni viðureign í 81 kg flokknum á refsistigum gegn Bohdan Zusko frá Úkraníu en Egill Blöndal tapaði á ippon kasti í -90 kg flokknum gegn Reka Palkin frá Kazakhstan Hér má sjá glimuna hans Sveinbjörns og hér er glíman hans Egils. Þeir taka nú þátt í æfingabúðum, OTC Going for Gold Antalya 2019 út þessa viku og eru væntanlegir heim næstu helgi.