Liðakeppnin fer fram í dag á Smáþjóðaleikunum og er hægt að fylgjast með framvindu keppninnar hér. Eins og staðan er núna þá hefur kvennasveitin lokið keppni og endaði hún í fimmta sæti. Sveitir Íslands, Andorra og Luxemborg voru með jafn marga vinninga en fjöldi einstaklingsvinninga og innbyrðis viðureignir réði endanlegri niðurröðun. Síðar í dag keppa svo til úrslita sveitir Monako og Kýpur í kvennasveitum en í karlasveitum keppa til úrslita Svartfjallaland og Kýpur og um bronsverðlaunin keppa annarsvegar sveitir Andorra og Liechtenstein og hinsvegar sveit Íslands gegn Luxemborg.