Það verða átján keppendur frá Íslandi sem munu keppa á Norðurlandamótinu 2019 sem haldið verður í Rovaniemi í Finnlandi 18. og 19. maí. Tíu þeirra munu keppa í fleiri en einum aldursflokki en keppt verður er í U18, U21, seniora og Veterans flokkum. Hópurinn fór í gær í þrennu lagi til Finnlands og ásamt keppendum voru einnig með í för tveir dómarar, þeir Björn Sigurðarson og Birkir Jóakimsson sem munu á mótinu, landsliðsþjálfararnir Jón Þór Þórarinsson og Hermann Unnarsson og Jóhann Másson formaður JSÍ sem mun sitja þing NM sem haldið er samhliða mótinu að venju. Hér er dagskráin en á morgun laugardaginn 18. maí hefst keppnin eldsnemma í fyrramálið eða kl. 6 að íslenskum tíma (tímamismunur +3 tímar) í aldursflokki U18 og kl. 12 í flokkum kvenna og karla. Á sunnudaginn verður svo keppt í U21 árs, Veterans og liðakeppni.
Hér er drátturinn og keppnisröðin en hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. Myndin hér neðar er af einum hópnum sem fór utan í gær.