Sveinbjörn keppti einnig á leikunum 2015

Sveinbjörn Iura leggur leið sína til Minsk í Hvíta-Rússlandi á morgun, þar sem hann mun keppa á Evrópuleikunum. Sveinbjörn er eini keppandi Íslands í júdó á þessum leikum, en hann öðlaðist þátttökurétt með góðri frammistöðu á alþjóðlegum mótum á undanförnum mánuðum og vegna góðrar stöðu á heimslista (73. sæti). Þann 21. júní verður dregið í flokki Sveinbjörns og mun þá ráðast hver verður mótherji hans. Evrópuleikarnir eru eitt af þeim mótum sem er hluti af úrtökutímabili fyrir Ólympíuleikanna í Tókýó 2020, en aðeins sterkasta júdófólk Evrópu fær þátttökurétt. Sveinbjörn mun keppa þann 23. júní.

  • Published On: 27. september 2022
  • Published On: 27. september 2022
  • Published On: 19. september 2022

Lesa einnig

  • Lesa frétt
  • Lesa frétt
  • Lesa frétt