Fjölmennur hópur frá Júdófélagi Reykjavíkur í aldursflokkum u11, u13 og u15 keppti um helgina í Luxemborg. Um er ræða alþjóðlegtmót sem heitir Challenge International de la Differdange og er fyrir bæði stelpur og stráka í aldursflokkum u9 – u11 – u13 – u15 og u18. Þátttökuþjóðir eru tíu og keppendur vel yfir þrjúhundruð.
Emma Thuringer og Orri Helgason kepptu í u11 og unnu til gullverðlauna í sitt hvorum flokknum.
Í u13 unnu þau Helena Bjarnadóttir og Matas Naudziunas til gullverðlauna í flokkum -63kg og -73kg. Jónas Björn Guðmundsson og Elías Funi Þormóðsson urðu í 5. og 7.sæti í -38kg. Romans Psenicnijs varð í 5.sæti í -46kg.
Í u15 varð Daniele Kucyte í 3. Sæti -63 kg. Daron Hancock og Aðalsteinn Björnsson urðu í 9-16 sæti í -46kg.
Jafnframt dæmdi Marija Dragic Skúlason móðir Helenu í mótinu við góðan orðstýr.