Alexander Heiðarsson keppti um síðustu helgi Junior European Judo Cup í Prag, Tékklandi. Alexander keppti -66kg flokki og mætti Ian Stoermer frá Þýskalandi í fyrstu umferð. Glíma Alexanders og Stormers var jöfn framan af, en Stormer náði að tryggja sér sigur þegar um það bil ein mínúta var eftir af glímunni. Þar með var Alexander úr leik. Hrafn Arnarsson átti einnig að keppa um helgina, en neyddist til þess að draga sig úr keppni.
Prag var fyrsti áfangastaðurinn í keppnisferðalagi strákana en þeir munu keppa næstu tvær helgar á Junior European Judo Cup mótum sem haldin eru víðsvegar um Evrópu. Jafnframt munu þeir taka þátt í æfingabúðum sem haldin eru samhliða mótunum. Næst munu þeir keppa helgina 27.-28. Júlí í Berlín og svo mun Alexander halda áfram og keppa viku seinna í Poznan, Póllandi.