Frá vinstri: Alexander Heiðarsson, Hrafn Arnarsson, Garðar Skaptason (Þjálfari) og Johannes Meissner (fyrrverandi formaður Júdósambands Berlínar).

Þann 27. og 28. júlí kepptu þeir Alexander Heiðarsson og Hrafn Arnarsson á Junior European Judo Cup í Berlin. Þátttakendur voru tæplega 500 frá 39 löndum og kept var á 5 völlum. Þar á meðal voru þátttakendur frá sterkustu Júdó þjóðum heims, japan, Rússlandi og Frakklandi. Alexander keppti fyrri daginn í -66kg flokknum og mætti hann Falk Biedermann frá Þýskalandi. Þettar hörð glíma sem lauk með sigri þjóðverjands með uppgjafartaki (Sankaku-jime) þegar um það bil 40 sekúndur voru eftir af leiktíma, en Falk hafði leitt glímuna fram af því með wazari. Seinni daginn keppti svo Hrafn í -90kg flokknum. Mætti hann Martin Bezdek frá Tékklandi og varð að játa sig sigraðan eftir að um það bil einnar mínútu viðureign. Martin hélt áfram sigurgöngu sinni og komst í átta mann úrslit (endaði í öðru sæti). Hrafn fékk því annað tækifæri og mætti í það skiptið sterkum keppanda frá Brasilíu, Igor Morishigue en beið lægri hlut eftir snarpa viðureign. Hér má sjá öll úrslit og myndbönd frá keppni helgarinnar.