Sveinbjörn Iura og Egill Blöndal kepptu um helgina 27. og 28. júlí á Grand Prix móti sem haldi var í Zagreb Króatíu. Sveinbjörn mætti Timo Cavelius frá þýskalandi  í -81 flokknum og varð að játa sig sigraðan eftir snarpa viðureign þegar Timo skoraði Ippon. Egill mætti Faruch Bulekov frá Kyrgystan en hann beið einnig lægri hlut eftir að Faruch hafði skorað tvö wasaari. Næsta mót á dagskrá hjá Sveinbirni og Agli er heimsmeistaramótið sem haldið verður í lok ágúst í Tokíó, Japan.