Egill Blöndal (-90kg) og Sveinbjörn Iura (-81kg) keppa um helgina 6-7 júlí á Grand Prix Montreal í Kanada. Mótið er úrtökumót fyrir Ólympíuleikanna 2020, en þetta er fyrsta í skipti þar sem Grand Prix mót er haldið í Kanada. Egill og Sveinbjörn munu svo verða áfram í Montreal að móti loknu og taka þátt æfingabúðum. Þetta mót og æfingabúðir er liður í undirbúningi strákanna fyrir Heimsmeistaramótið. En það fer fram í Tókýó í lok ágúst.