Sveinbjörn Iura og Egill Blöndal munu taka þátt í Zagreb Grand Prix sem er haldið í Króatíu. Sveinbjörn keppir á laugardaginn 27. Júlí en Egill keppir á Sunnudaginn 28. Júlí. Keppendur eru alls 636, 377 karlar og 259 konur frá 90 þjóðum. Dregið var í dag og á Sveinbjörn 22. glímu í -81kg flokknum. Mótherji hans er Timo Cavelius frá Þýskalandi. Egill sem keppir í -90 kg á sunnudaginn mun eiga 6. glímu og mun þá mæta Faruch Bulekulov frá Kyrgystan. Keppnin verður í beinni útsendingu og hefst kl 10 báða daganna. Sem er kl 8 á íslenskum tíma.