Á sunnudaginn 25. ágúst hefst heimsmeistarmótið í Júdó 2019. Mótið fer fram í Tókýó, en á næsta ári munu Ólympíuleikarnir fara einnig þar fram. HM er stærsta mótið á þessu ári og einnig það  þýðingarmesta í úrtökuferlinu fyrir Ólympíuleikanna.

Þeir Sveinbjörn Iura -81kg og Egill Blöndal -90 eru fulltrúar Íslands á mótinu ásamt þjálfara Jóni Þór Þórarinssyni. Sveinbjörn mun keppa þann 28. Ágúst en Egill þann 29. Ágúst. Þann 24. Ágúst verður dregið og mun þá ráðast hvaða mótherja strákarnir munu fá í fyrstu umferð. Mótið mun hefjast kl 10 að japönskum tíma eða kl 1 eftir miðnætti á íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með strákunum í Japan á Instagram.

Upplýsingar um mótið:

Bein útsending

Opinber heimasíða HM 2019