Það verða níu keppendur frá Íslandi sem munu keppa á Opna finnska meistarmótinu 2019 sem verður haldið í Turku Finnlandi þann 26. Október.  7 Þeirra munu keppa í fleiri en einum aldursflokki en keppt verður í U18, U21 og seniora flokkum. Landsliðsþjálfari er Jón Þór Þórarinsson og Þormóður Jónsson er aðstoðarþjálfari/farastjóri. Keppni mun hefjast á laugardaginn 26. Október um morguninn eða kl. 7 að íslenskum tíma (tímamismunur 3 tímar). Á sunnudaginn tekur hópurinn þátt í alþjóðlegum æfingabúðum sem haldnar eru í tengslum við mótið. Hér er drátturinn og keppnisröðin en hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu.

Íslenskir Keppendur

Dagskrá