Ægir og Árni við æfingar

Ægir og Árni kepptu um helgina á European Open Luxembourg. Ekki gekk vel að þessu sinni en báðir þurftu að sætta sig við að falla úr leik í fyrstu umferð mótsins. Ægir mætti Leso Kvirikashvili frá Azerbaijan í fyrstu viðureign mótsins. Kvirkashvili hafði strax frá byrjun yfirhöndina í gripa baráttunni og stjórnaði því glímunni. Kvirikashvili náði svo tryggja sér sigur í glímnni þegar hann náði ippon kasti eftir að um það bil ein og hálf mínúta var liðin af glímutíma. Árni mætti Ibrahim Keita frá Frakklandi. Var fyrirfram vitað Keita væri gríðar sterkur en hann varð franskur meistari 2017, og að auki í 7 sæti á GS Paris. Keita setti Árna strax undir mikla pressu og hafði tögglar og haldir í gripa báráttu. Árni lent þess vegna í vandræðum snemma og uppskar refstig. Keita hélt áfram uppteknum hætti og urðu úrslit glímunar sú að Árni var dæmdur úr leik með þrjú refsistig eftir um það bil eina mínútu. Fyrir fram var vitað að það yrði á brattan að sækja fyrir Ægir og Árna þar sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref á mótum sem teljast til heimslista. Því verður líta á þessa ferð sem mikilvægt innlegg í reynslubankann en nú taka við sterkar æfingabúðir í Luxembourg.