Sveinbjörn reynir snúning í gólfglímu gegn Denanyoh

Abu Dhabi Grand Slam fór fram um helgina og voru fulltrúar Íslands þeir Sveinbjörn Iura og Egill Blöndal. Báðir komust í aðra umferð. Sveinbjörn mætti Sach Denanyoh frá Togo í fyrstu umferð og sigraði hann á sannfærandi hátt þar sem Sacha fékk þrjú shido á innan við tveim mínútum og var þar af leiðandi úr leik (hansoku make). Í annarri umferð glímdi Sveinbjörn gegn Vedat Albayrak frá Tyrklandi, sem vermdi 5. Sæti heimslistans fyrir mótið um helgina. Glíman þróaðist á þann hátt að þeir Sveinbjörn og Vedat háðu harða gripabaráttu við upphaf glímunar og náðu hvorugir að ná almennilegum tökum á mótherjanum.  Eftir umþað bil eina mínútu náði Vedat góðum gripum skoraði ippon með fallegu uchimata kasti og lauk Sveinbjörn þar með keppni. Egill hafði dregist gegn Dmytro Berezhny frá Úkraníu í fyrstu umferð, en Dmytro mætti ekki til keppni. Að öllum líkindum hefur Dmytro verið dæmdur úr leik þar sem hann stóðst ekki vigt, því fór Egill beint aðra umferð. Í annarri umferð mætti Egill Aleksandar Kukolj frá Serbíu, Kukolj er fyrrum Evrópumeistari og er sem stendur í 9. Sæti heimslistans. Það var mikill hraði í glímunni strax frá byrjun og mikið sótt. Viðureigninn lauk því miður með sigri Kukolj eftir um það bil tvær mínútur þegar hann skoraði ippon með kata guruma og var þar með Egill úr leik að þessu sinni. Egill mun koma heim að móti loknu en Sveinbjörn mun næst ferðast til Ástralíu þar sem hann mun keppa á Perth Oceania open (3-4 nóv). Þaðan mun leið hans liggja til Japans þar sem hann keppir á Osaka Grand Slam (22-24 nóv). Að lokum mun Sveinbjörn keppa í Hong Kong á Asian Open (1. Des) áður en hann heldur heim á leið.