Abu Dhabi Grandi Slam hófst í dag og stendur yfir dagana 24-26 október. Þátttakendur eru 553, 322 karlar og 231 konur frá 95 þjóðum. Þeir Sveinbjörn Iura -81 kg og Egill Blöndal -90 kg keppa fyrir Íslands hönd. Sveinbjörn keppir að morgni föstudags en Egill á laugardagsmorgun. Keppni hefst kl 6:00 báða daganna að íslenskum tíma, en það er fjögurra tíma mismunur. Sveinbjörn mætir Sacha Denanyoh frá Togo í fyrstu umferð. Sacha er í 209 sæti heimslistans. Egill mætir Dmytro Berezhnyi frá Úkraníu í fyrstu umferð. Dmytro er í 143. sæti heimslistans. Keppnisröðina verður hægt að sjá hér. Hér má sjá dráttinn og hér má fylgjast með í beinni útsendingu.