Haustmót JSÍ 2019 í öllum aldurs flokkum þ.e. U13/U15/U18/U21/Seniora var haldið í Grindavík á laugardaginn 5. Október. Undanfarin ár hefur Haustmót JSÍ verið haldið í tvennu lagi, U13/U15/U18/U21 annars vegar og Seniorar hinsvegar, en í ár var ákveðið að halda mót fyrir alla aldursflokka samdægurs. Mótið var því stærra í sniðum heldur en það hefur verið undanfarin ár, en til þess að koma til móts við þessar breytingar var ákveðið að hafa tvo keppnisvelli og var dómurum fjölgað úr þremur í sex. Frábærlega var staðið að dómgæslu mótsins og umgjörð og skipulag mótsins að hálfu UMFG var ekki síðra. Keppni hófst kl. 10:00 í aldursflokkum U13/U15/U18 og kl. 11:15 í U2. Keppni seniora hófst svo kl.13 og mótslok voru kl. 14:00. Hér að neðan má sjá sjá myndir frá mótsdegi hér má sjá úrslit mótsins.