Þann 23. Nóvember munu tuttugu og tveir keppendur frá Íslandi taka þátt Södra Judo Open í Haninge í Svíðþjóð. Jón Þór Þórarinsson valdi þrjár stúlkur í kvennalandslið JSÍ. Þær eru Ásta Lovísa Arnórsdóttir sem keppir í -57kg flokki kvenna, Hekla Dís Pálsdóttir sem keppir í -78kg flokki kvenna og U21 og Heiðrún Pálsdóttir sem keppir í +78kg flokki kvenna, +78kg flokki U21 og opnum flokki kvenna. Einnig munu sjö keppendur taka þátt í mótinu á vegum UMFN og tólf keppendur frá Júdófélagi Reykjavíkur. Þátttakendur eru rúmlega 360 frá fjórum löndum. Hér er keppendalistinn og er gert ráð fyrir að hægt verður að fylgjast með gangi mótsins hér.