Íslenskt Júdófólk unnu til sex gullverðlauna, níu silfurverðlauna og þriggja bronsverðlauna á Södra Judo Open 4 sem fram fór um helgina í Haninge í Svíðþjóð. Mótið er liður í opinni sænskri mótaröð sem er ætluð börnum, unglingum og fullorðnum og voru keppendur 370 frá fjórum þjóðum.
Kvennalandslið Íslands átti þrjá fulltrúa á Södra Open. Heiðrún Pálsdóttir úr UMFN vann til gullverðlauna í +78kg flokki kvenna og silfurverðlauna í +78kg stúlknaflokki U21 en Hekla Dís Pálsdóttir úr KA lenti í þriðja sæti þessum sömu flokkum. Ásta Lovísa Arnórsdóttir JR vann til bronsverðlauna í -63kg kvenna. Ásta sem venjulega keppir -57kg neyddist til þess að keppa flokk upp fyrir sig þar sem allar hinar stúlkurnar sem voru skráðar -57kg flokkinn vigtuðust yfir flokksmörkum og voru því færðar upp um flokk. Ásta neyddist því að fylgja þeim upp um flokk til þess að fá einhverja keppni.
Júdófélag Reykjavíkur sendi tólf keppendur í aldursflokkum U9, U11, U13 og U15. Mikael Ísaksson (Piltar U13-9) og Fannar Frosti Þormóðsson (Drengir U9-4) unnu til gullverðlauna. Emma Thueringer (Stúlkur U11-5), Helena Bjarnadóttir (Stúlkur U13-4), Matas Naudziunas (piltar U13-11) og Orri Helgason (Drengir U11-8) unnu til silfurverðlauna og Daron Hancock fékk bronsverðlaun í piltaflokki U15 -50kg. Einnig kepptu fyrir hönd JR Aðalsteinn Björnsson (piltar U15 -46kg), Daníela Kucyte (stúlkur +63kg), Elías Funi Þormóðsson (Piltar U13-3), Jónas Guðmundsson (Piltar U13-5) og Romans Psenicnijs (piltar U13-7) en náðu ekki að vinna til verðlauna í þetta skiptið.
UMFN var með sex keppendur á sínum vegum og unnu þeir til sjö verðlauna. Mariam Badawy vann gullverðlaunin í stelpnaflokki u13-1, Jóhannes Pálsson vann gullverðlaun í drengjaflokki u15+73kg og silfurverðlaun í drengjaflokki U18+90kg, Daníel Árnason vann gullverðlaun í U21-55kg og silfur í U18-55kg og Ingólfur Rögnvaldsson vann silfur bæði í U18-66kg og U21-66kg. Auk ofangreindra kepptu einnig þeir Andres Palma í -81kg flokki karla og opnum flokki karla og Helgi Guðmundsson í piltaflokki U13-9 en náðu ekki í verðlaun að þessu sinni.
Hér eru nánari úrslit.