Á sunnudaginn 1. Desember mun Sveinbjörn Jun Iura Keppa á Asian Judo Open Hong Kong 2019. Dregið hefur verið í flokka og situr Sveinbjörn hjá í fyrstu umferð, þar sem hann er næst hæstur á heimslista af skráðum keppendum í -81kg flokknum. Í annarri umferð mun Sveinbjörn annað hvort mæta Kamon Saithongkaew frá Taílandi eða Tsz Yeung Chu frá Hong Kong. Keppni hefst kl 2:00 eftir miðnætti á laugardaginn að íslenskum tíma.

Dráttur

Keppnisröð