Uppskeruhátið Júdósambands Íslands 15. Desember var júdófólk ársins 2019 tilkynnt. Fyrir valinu urðu þau Ásta Lovísa Arnórsdóttir og Sveinbjörn Jun Iura. Efnilegasta júdófólk ársins voru valin þau Heiðrún Pálsdóttir og Kjartan Hreiðarsson. Bronsmerki hlaut Egill Blöndal og dómari ársins var Sævar Jóhann Sigursteinsson.Viðurkenningar voru veittar til þeirra sem fékku dan gráður árinu en það voru tveir aðilar sem fengu 1. dan og fengu þjálfarar sem höfðu klárað þjálfari 1 prófskírtein sín. Einnig tók Bjarni Friðrikson við viðurkenningu, en hann hafði verið kjörin heiðursformaður á ársþingi síðast liðið vor.

Júdófólk Ársins 2019

Yoshiko, faðir Sveinbjörns tók á móti verðlaununum

Sveinbjörn Jun Iura úr Júdodeild Ármanns sem keppir í -81 kg flokki hefur verið valin júdomaður ársins 2019 en það er í þriðja skipti sem hann hlítur titilinn. Sveinbjörn sem nú stefnir á Ólympíuleikanna í Tókýó 2020, lagði mesta áherslu á að keppa á úrtökumótum fyrir leikanna á árinu sem er að líða. Uppskar hann þriðja sæti á heimsbikarmóti í Hong Kong, komst í aðra umferð á Grand Slam París og Grand Slam Abu Dhabi og keppti á Evrópuleikunum í Minsk. Einnig varð hann þriðji á Reykjavík Intl. games. Varð annar á Haustmóti JSÍ í -90 kg flokki.

Helsti árangur Sveinbjörns árið 2019.

  • Asian Open Hong Kong 3. sæti
  • Grand Slam París 32 manna úrslit
  • Grand Slam Abu Dhabi 32 manna úrslit
  • Reykjavík Judo Open 3. sæti
  • Haustmót JSÍ 2. Sæti
Ásta, Júdókona ársins 2019

Ásta Lovísa Arnórsdóttir úr Júdofélagi Reykjavíkur sem keppir í -63 kg flokki var valin júdokona ársins 2019 og er það í annað skiptið sem hún hlýtur þann heiður. Ásta varð Íslandsmeistari kvenna í -63kg flokki og sigraði Vormót JSÍ í sama flokki. Einnig varð hún í þriðja sæti á alþjóðlegu móti í Svíðþjóð.

Helsti árangur Ástu árið 2019.

  • Íslandsmót 1.sæti
  • Vormót JSÍ 1.sæti
  • Södra Open 3.sæti

Efnilegasta Júdólk ársins 2019

Heiðrún Pálsdóttir úr Júdódeild UMFN sem keppti í -78kg eð +78 kg þyngdarflokki og Kjartan Hreiðarsson úr Júdófélagi Reykjavíkur sem keppti ýmist í -73kg eða -81kg flokki voru útnefnd efnilegasta júdófólk ársins 2019.

Heiðursformaður JSÍ 

Bjarni Friðriksson ásamt Jóhanni Mássyni, formanni JSÍ og Jón Hlíðari Guðjónssyni

Bjarni Ásgeir Friðriksson, er einn virtasti júdómaður þjóðarinnar og einn mesti afreksmaður íslenskra íþrótta frá upphafi. Bjarni var kjörinn heiðursformaður JSÍ á síðasta ársþingi og veitti hann viðurkenningunni nú móttöku. Bjarni var ekki einungis útnefndur  vegna framúrskarandi keppnisferils heldur einnig vegna þeirrar elju og drifkrafts sem hann hefur sýnt í félagsstörfum innan júdóhreyfingarinnar á Íslandi. Bjarni hefur á sínum ferli unnið félagsstörf fyrir JDÁ, unnið fyrir JR bæði sem stjórnarmaður, formaður, framkvæmdastjóri og yfirþjálfari. Ásamt því að sinna öllum mögulegum verkefnum sem koma upp við rekstur Júdódeildar. Bjarni starfaði einnig hjá JSÍ í áratugi. Gengdi hann lengi vel starfi landsliðsþjálfara og stjórnarmanns og svo sem framkvæmdastjóri síðastliðin 20 ár.

Bronsmerki JSÍ

Egill Blöndal

Dómari ársins

Sævar Jóhann Sigursteinsson

Dan gráðanir á árinu

Bernika Bernat, JDÁ 1.dan 10. mars 2019

Heiðursgráðanir á árinu

Guðmundur S. Gunnarsson UMFN 1.dan 17. apríl 2019

Einstaklingar sem voru útskrifaðir úr Þjálfara 1. JSÍ

Craig Douglas Clapcott

Egill Blöndal