Þátttakendur á dómara námskeiði JSÍ 2020

Dómaranefnd JSÍ hélt kynningu á dómarareglum IJF 22. janúar og var farið yfir það nýjasta í reglunum, helstu áherslur og vafaatriði útskýrð. Ekki hafa orðið miklar breytingar á reglunum í ár, en lögð hefur verið áhersla á að gera þær skírari og auðskiljanlegri. Var kynningin vel sótt og mættu tæplega þrjátíu manns.