Tel Aviv Grand Prix var haldið 23. Janúar til 25. Janúar og var Sveinbjörn Iura meðal þátttakenda en faðir hans og þjálfari Yoshihiko Iura var til aðstoðar. Mótið var gríðarlega öflugt en keppendur voru 547 frá 5 heimsálfum og 83 þjóðum.

Sveinbjörn drógst gegn Yusup Bekmurzaev sem var í 113 sæti heimslistans (WRL) en Sveinbjörn var í 82. Sæti. Þetta var hörku viðureign sem því miður lauk með sigri Bekmurzaev að loknum fullum glímutíma og var þar með keppni lokið hjá Sveinbirni. Bekmurzaev náði yfirhöndinnn þegar honum tókst að skora wazaari eftir að rúmlega mínúta var liðin af glímutíma og dugaði það til sigurs. Að undanskildu kastinu virkaði Sveinbjörn síst vera veikari aðilin ef litið er heilt yfir glímuna og fékk Bekmurzaev til að mynda tvö refsistig fyrir óhóflega varnartilburði. Sveinbjörn var hárspreidd frá því að ná að skora þegar um tíu sekúndur voru eftir en náði Bekmurzaev að snúa sér útúr kastinu á síðustu stundu. Hér má sjá öll úrslitin og hér er glíman hans Sveinbjörns.

Næst mun Sveinbjörn keppa á Paris Grand Slam þann 8. Febrúar.