Danish Open verður haldið næstu helgi daganna 8. Og 9. Febrúar í Vejle Danmörku. Heildarfjöldi keppenda er rúmleg 500 frá 20 löndum. Íslendingar eiga 21 fulltrúa í seniora, u21, u18 og u15. 11 keppendur fara á vegum JSÍ, 4 keppendur fara á vegum JR og 6 keppendur eru á vegum UMFS. Hér má sjá keppendalistan. Keppni í seniora og u18 flokkum fer fram á laugardaginn en keppni í u21 og u15 fer fram á sunnudaginn. Hér má fylgjast með mótinu í beinni útsendingu. Ásamt keppendum fara Jón Þór Þórarinsson (JSÍ), Jóhann Másson (JSÍ), Guðmundur Björn Jónasson (JR) og Egill Blöndal (UMFS) sem þjálfarar.