Grand Slam Dusseldorf hófst í dag og á morgun þ.e. 22 febrúar mun Sveinbjörn Jun Iura Keppa í -81 kg flokknum. Þátttakendur eru 670 frá 116 þjóðum, 401 karlar og 269 konur. Keppendur í -81 kg flokknum eru 67, hér má sjá dráttinn flokki Sveinbjörns. Sveinbjörn drógst gegn Angeles Sotelo Luis sem er í 74. Sæti heimslistans. Keppni mun hefjast kl.9:30 þ.e. 8:30 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér. Þegar glímuröðinn liggur betur fyrir mun hún verða tilkynnt hér.