Uppselt er í Bercy höllinni fyrir GS Paris 2020

Paris Grand Slam hefst á morgun og þann 9. feb. þ.e næsta sunnudag og mun Sveinbjörn Jun Iura keppa í -81 kg flokknum. Mótið er ákaflega fjölmennt að þessu sinni og er heildarfjöldi keppenda 688 frá 117 þjoðum. Í flokki Sveinbjörns eru 70 keppendur, hér má sjá flokk Sveinbjörns en til þess að átta sig á þvi hversu sterkur flokkurinn er þá má benda á að 6 af 10 bestu 81kg mönnum í heiminum eru mætir til leiks. Búið er að draga og mætir Sveinbjörn Michael Aristos frá Kýpur. Keppni mun hefjast kl 7:30 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með hér í beinni útsendingu.  Sveinbjörn mun eiga 25. glímu á velli 1, og mun því hefja keppni um 9. leitið að íslenskum tíma.