Afmælismót JSÍ í yngri flokkum (U13/U15/U18/U21) var haldið laugardaginn 15. febrúar. Keppendur voru um sextíu og fimm frá flestum klúbbum landsins. Var fjöldi keppenda örlitíð minni en búist var við og spilaði þar inn í að mikið óveður hefur gengið yfir landið og voru því t.d. KA menn veðurtepptir fyrir norðan. Mótið stóð frá kl. 10 til rúmlega 14. Mikið var um flott tilþrif og margar spennandi og skemmtilegar viðureignir. Hér má sjá úrslit mótsins og hér að neðan má sjá myndir af öllum verðlaunahöfum.