Nymburg æfingabúðirnar

Logi Haraldsson, Kjartan Hreiðarsson, Hrafn Arnarsson og Breki Bernhardsson eru í þann mund að hefa æfingar í OTC (Olympic training centre) æfingabúðum í Nymburg, Tékklandi. Verða þeir þar við æfingar 2.-8. Mars þar sem munu æfa tvisvar á dag ásamt mörgu af besta júdófólki heims. Æfingabúðirnar eru meðal annars liður í undirbúningi fyrir Norðurlandamótið sem fer fram hér á Íslandi daganna 25. – 26. Apríl næstkomandi í Laugardalshöll. Árni Lund og Egill Blöndal áttu einnig að fara en komust ekki að þessu sinni og Sveinbjörn Iura er áleið til Marrakó þar sem hann tekur þátt í Rabat Grand Prix næstu helgi.