Vormóti JSÍ yngri flokka sem átti að halda þann 14. mars hefur verið frestað um óákveðin tíma. Mótshaldarar þ.e. Júdódeild KA komust að þessari niðurstöðu þegar stjórn deildarinnar fundaði þann 10. Mars. Ákvörðunin var tekin meðal annars í ljósi þess að nú þegar eru smit farin að berast inn í  skóla og sumstaðar hafa heilu bekkirnir verið settir í sóttkví og að nú þegar hefur öðrum íþróttaviðburðum verið frestað á Akureyri.

Ath skal að svo stöddu hefur öðrum viðburðum JSÍ ekki verið frestað eða aflýst.