Júdósamband íslands hefur sett af stað verkefnið #heimajudo og felst það í því að júdóiðkenndur og aðrir áhugasamir geti stundað júdóæfingar heima við. Með þessu gefst tækifæri að æfa fimm sinnum í viku á markvissan hátt, þrátt fyrir þær takmarkanir sem fólk býr við í samkomubanni vegna COVID-19 faraldursins.

Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari mun koma til með að senda inn æfingaáætlanir í hverri viku sem er aðgengilegt öllum, en hann er nú þegar búinn að setja inn áætlanir fyrir tvær vikur. Bestu júdómenn Íslands leggja einnig Jóni Þóri lið og koma til með  að senda inn sínar æfingar. Æfingaprógramið samanstendur af fimm æfingum á viku og krefst lítils búnaðar. Megin áhersla er lögð á þrek- og styrktaræfingar og er markmiðið miðast að iðkenndur verði í topp formi þegar þeir snúa aftur til hefðbundna æfinga, og keppni mun hefjast að nýju.

Æfingaáætlanirnar eru sendar inn vikulega á Instagram og Facebook síðum JSÍ. Einnig hvetur JSÍ alla að senda inn sínar æfingar á samfélagsmiðla JSÍ og sína hvernig folk heldur sér í formi í samkomubanninu.  Endilega fylgið okkur hér fyrir neðan má finna síður JSÍ og hashtag.

#heimajudo

Instagram síða JSÍ

Facebook síða JSÍ