Heilbrigðisráðherra gaf í gær út nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum vegan farsóttar. Auglýsingin tekur gildi á hádegi í dag 31. júlí, og gildir til 13. Ágúst.

Auglýsingin er ekki nægilega afdráttarlaus hvað varðar íþróttastarf fullorðinna og hefur ÍSÍ óskað eftir frekari túlkun sóttvarnarlæknis á þeim takmörkunum sem felast í auglýsingunni með tilliti til starfsemi íþróttahreyfingarinnar. Vonast er eftir að frekari útlistanir yrðu til reiðu um hádegi í dag.

Auglýsinguna og minnisblað sóttvarnarlæknis má finna hér að neðan.