Eysteinn Þorvaldsson félagi í Judofélagi Reykjavíkur og fyrrum formaður Judosambands Íslands lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli í Reykja­vík 8. sept­em­ber sl., 88 ára að aldri. Eysteinn var einn af upphafsmönnum judo á Íslandi og var virkur iðkandi en kom jafnframt mjög mikið að félagsmálum og stjórnunarstörfum og var til fjölda ára í forsvari fyrir íþróttina. Hann kom að undirbúningi og stofnun Judosambandsins og var kosinn fyrsti formaður þess 28. janúar 1973. Hann gengdi formennsku samfleytt frá 1973-1983 eða í tíu ár og stýrði starfsemi sambandsins af mikilli röggsemi og sanngirni.

Eysteinn var heiðraður með ýmsum hætti fyrir áratuga störf í þágu judohreyfingarinnar og var meðal annars sæmdur gullmerki JSÍ árið 2002, heiðurskrossi ÍSÍ 2013 og gerður að heiðursformanni JSÍ 2014.

Judomenn þakka Eysteini Þorvaldssyni að leiðarlokum áralanga samveru og kveðja góðan vin og félaga með söknuði og virðingu og senda ástvinum hans hugheilar samúðarkveðjur.

Jóhann Másson formaður JSÍ og Eysteinn Þorvaldsson heiðursformaður JSÍ 2014