Árni Lund (Blár) og Egill Blöndal (hvítur) takast á í æfingabúðum

Daganna 25.- 27 september fóru fram landsliðsæfingabúðir JSÍ á Hellu. Æfingabúðirnar voru ætlaðar iðkenndum í aldursflokkum U18, U21 og senior og voru þær vel sóttar. Jón Þór Þórarinsson stýrði þjálfun æfingabúðanna en iðkenndur nutu jafnframt leiðsagnar einvala liðs annarra þjálfara og má þar nefna Yoshihiko Iura, Bjarna Friðriksson, Halldór Guðbjörnsson, Garðar Skaptason og Kára Jakobsson. Æfingabúðirnar saman stóðu mest megnis af glímu og þrekæfingum en einnig var boðið upp á vinnustofu í íþróttasálfræði, en henni stýrði Helgi Pálsson Íþróttasálfræðingur.