81kg Sveinbjorn Iura ISL,

Budapest Grand Slam hefst á morgun þann 23. Október og stendur yfir í þrjá daga. Er þetta fyrsta mót sem Alþjóða Judosambandið (IJF) heldur síðan í febrúar, eða síðan Covid- 19 kom til skjalanna. Viðbúnaður er mikill og eru miklar hvaðir lagðar á þátttakendur. Þar má nefna að allir keppendur þurfa að framvísa vottorði sem sem staðfestir að viðkomandi hafi skilað neikvæðu sýni úr tveimur PCR rannsóknum síðustu fimm daga. Þar að auki voru allir erlendir þátttakendur skimaðir við innritun á hótel og skilt að halda kyrru fyrir í herbergjum sínum uns að neikvæð niðurstaða rannsóknarinnar lægi fyrir. Að þessu loknu er þátttakendum frjálst að ferðast innan keppnis- búbblunar  sem samanstendur af hóteli, veitingastöðum, æfingaaðstöðu og keppnishöll. Ef þátttakandi fer út úr búbbluni er það brottrekstrarsök.

Á laugardaginn 24. Október mun svo Sveinbjörn Jun Iura keppa í -81 kg flokknum. Mun Sveinbjörn  mæta Damian Szwarnowiecki frá Póllandi. Szwarnowiecki  er eins og er í 42. Sæti heimslista IJF. og var í 3.sæti á Marrakech Grand prix 2019, 5. Sæti á heimsmeistaramótinu í  Baku 2018. Hér má sjá dráttinn.

Hér má sjá keppnisröð mótsins og hér er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu. Til að fylgjast með í beinni þarf að hafa IJF account hann er frír.