Vegna Covid-19 reglna verða áhorfendur verða ekki leyfðir á mótinu á morgun. Mögulegt er að fylgjast með mótinu í gegnum beina útsendingu hér. En streymi mun hefjast kl 13.

Allir keppendur og þjálfarar eiga að koma inn um inngang D sjá mynd hér að ofan. Girt verður fyrir alla umferð niður og upp úr keppnissalnum.

Eitt klósett er fyrir keppendur, bæði karla og konur og er það staðsett í búningsklefa karla.

Ekki er ætlast til að iðkendur noti búningsklefa. Heldur er mælt með að keppendur mæti klæddir í judogalla en einnig verður hægt að skipta um fatnað bakvið þar til gerð skilrúm.

Keppendur skulu halda sig á upphitunarsvæði á meðan mótið fer fram og fara þaðan á keppnisvöll þegar þeir eru kallaðir upp. Upphitunarsvæði mun skiptast í tvo hluta (U13 og U15) annarsvegar og (U18 og U21) hinsvegar.

Vigtun mun fara fram á upphitunarsvæðum og skulu keppendur halda sig á sínum upphitunarsvæðum á meðan vigtun stendur yfir.

Einnig er minnt á grímunotkun allra sem starfa við mótið.