Haustmót JSÍ í yngri aldurslokkum þ.e. U21/U18/U15/U13 var haldið í gær 3. Október hjá Judodeild Ármanns í Laugardal. Skráðir keppendur voru þrjátíu og átta en nokkrir forfölluðust. Keppendurnir komu frá Judofélagi Reykjavíkur, Judodeild Selfoss, Judodeild Grindavíkur og Judodeild Ármanns auk þess sem ein keppandi keppti undir merkjum JSÍ en fleiri klúbbar skráðu sig ekki til leiks og voru keppendur því töluvert færri en á móti síðasta árs, enn þá komu keppendur frá níu klúbbum.

Mótið fór vel fram þó erfitt hafi verið í framkvæmd vegna strangra Covid-19 reglna. Upplýsingum vegna Covid takmarkana eins og engir áhorfendur leyfðir var komið til skila til klúbba og birt á miðlum JSÍ. Mikilvægt er að draga lærdóm af þessu fyrsta móti JSÍ þar sem glímt er við takamarkanir vegna covid-19, svo að framkvæmd mótanna verði með sem besta móti og að upplifun keppenda verði sem ánægjulegust.

Til stóð að að streyma beint frá mótinu þar sem áhorfendur voru ekki leyfðir en því miður ullu tæknilegir erfiðleikar því að ekkert varð af útsendingunni sem voru vonbrigði fyrir fjöldan allan af foreldrum og vinum sem ætluðu að fylgjast með en við það varð ekki ráðið.

Dómararnir stóðu sig með sóma en það voru þau Marija Dragic Skúlason, Yoshihiko Iura, Gunnar Jóhannesson og Ármann Sveinsson sem sáu um dómgæsluna. Keppnin hófst kl. 13:00 í aldursflokkum U13/U15/U18 og kl. 14:30 í U21 og mótslok voru kl. 15:15. Fjöldinn allur af flottu viðureignum litu dagsins ljós margar jafnar og spennandi en aðrar enduðu með öruggum sigri. Viðureignirnar urðu fjörtíu og ein og unnust þrjátíu og sjö þeirra á ippon. Hér má sjá úrslit mótsins.