Sveinbjörn og Egill að lokinni æfingu í Prag 19. Nóv

Evrópumeistaramótið í Prag hófst í dag og stendur það yfir í þrjá daga. Sveinbjörn Iura keppir á föstudaginn í -81 kg flokki og Egill Blöndal á laugardaginn í -90 kg flokki og hefst keppnin kl. 9 að morgni á okkar tíma alla dagana. Evrópumeistaramótið er eitt allra sterkasta mótið sem haldið er ár hvert, þar er hver einasti keppandi góður judomaður og engir veikir hlekkir. Þátttakendur eru 345 frá 40 þjóðum, 209 karlar og 136 konur. 

Dregið var í gær og drógst Sveinjörn gegn Marcel Cercea frá Rúmeníu sem er eins og er í 62. sæti heimslista ijf.

Egil Blöndal mun mæta Beka Gvinasvhili frá Georgíu sem er í 10. Sæti heimslista IJF. Nýlega varð Beka 3. Sæti á Dusseldorf Grand Slam 2020 og í 1.sæti á Osaka Grand Slam.

Hér er drátturinn og keppnisröðin. Hægt  er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu. Til að fylgjast með Evrópumeistaramótinu í beinni þarf að hafa IJF account og er hægt að stofna hann hér ef það hefur ekki þegar verið gert og kostar það ekkert.